- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elías Már skrifar undir þriggja ára samning

Elías Már Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fredrikstad Ballklubb um þjálfun úrvalsdeildarliðs félagsins í kvennaflokki. Nýi samningurinn gildir til ársins 2025. Um leið skrifaði samstarfskona Elíasar Más, Gjøril Johansen Solberg, einnig undir þriggja ára samning en bæði...

Eitt vítakast skildi að í stórkostlegum úrslitaleik

Barcelona er Evrópumeistari í handknattleik karla annað árið í röð eftir að hafa unnið pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce, 37:35, eftir framlengingu og vítakeppni í Lanxess-Arena í Köln í stórkostlegum úrslitaleik. Þetta er í 11. sinn sem Barcelona vinnur...

Haukur tekinn út úr hópnum fyrir úrslitaleikinn

Haukur Þrastarson er ekki í leikmannahópi Łomża Vive Kielce sem leikur við Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag. Talant Dujsebaev tilkynnti í morgun hvaða 16 leikmönnum hann ætlar að tefla fram...
- Auglýsing -

​​​​​Alexander Petersson í sögubækurnar!

 Alexander Petersson er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur náð að rjúfa 500 leikja múrinn í „Bundesligunni“ en hann lék 522 leiki á 18 keppnistímabilum í deildinni. Alexander, sem lék kveðjuleik sinn í Þýskalandi í Lemgo á dögunum, hóf...

Haukur leikur til úrslita á morgun

Haukur Þrastarson leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á morgun með samherjum sínum í pólska meistaraliðinu Łomża Vive Kielce eftir sigur á ungverska liðinu Veszprém, 37:35, í undanúrslitum í Lanxess-Arena í Köln í dag. Síðar í dag...

Haukur í eldlínunni í Köln

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er í leikmannahópi pólska meistaraliðsins Lomza Vive Kielce sem mætir Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag. Eftir tæknifund í morgun voru 16-mannahópar liðanna fjögurra sem taka þátt í...
- Auglýsing -

Haukur verður níundi til að taka þátt

Haukur Þrastarson verður níundi íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að taka þátt í leikjum úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu ef hann verður með liði sínu Vive Kielce í leikjum helgarinnar. Sigvaldi Björn Guðjónsson sem er samningsbundinn Kielce út keppnistímabilið er meiddur og...

Molakaffi: Sveinbjörn, Ómar Ingi, Steins, Sagosen, Meistaradeildin á ehftv

Sveinbjörn Pétursson, markvörður EHV Aue, er einn sjö leikmanna sem koma til greina í kjöri á leikmanni júnímánaðar í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Sveinbjörn stóð fyrir sínu á lokaspretti deildarkeppninnar en það dugði ekki til og liðið...

GC Amicitia Zürich staðfestir fjögurra ára samning við Ólaf Andrés

Svissneska A-deildarliðið GC Amicitia Zürich staðfesti í dag komu Ólafs Andrésar Guðmundssonar til félagsins en fyrst var greint frá því í gær að Hafnfirðingur væri á leiðinni til félagsins eftir eins árs veru hjá Montpellier. Ólafur Andrés, sem er...
- Auglýsing -

Arnar Birkir kominn aftur til Danmerkur

Handknattleiksmaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson hefur ákveðið að snúa aftur til Danmerkur eftir tveggja ára veru hjá EHV Aue í þýsku 2. deildinni. Stórskyttan örvhenta hefur samið við úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg til tveggja ára, eða út leiktímabilið vorið 2024. Arnar Birkir, sem...

Ólafur Andrés fetar í fótspor Gunnars og Kára Kristjáns

Ólafur Andrés Guðmundsson landsliðsmaður í handknattleik er í þann mund að ganga til liðs við GC Amicitia Zürich í Sviss. Vísir sagði frá þessu rétt fyrir hádegið samkvæmt heimildum. Þar segir ennfremur að Ólafur Andrés hafi afþakkað tilboð frá...

Magnað að taka þátt í að vinna þrennuna

„Ég hef tvisvar fengið silfur í úrslitakeppni handboltans heima á Íslandi og því var ótrúlega gaman að fá gullverðlaunapening eftir úrslitakeppnina í Noregi um helgina,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Elverum og landsliðsmaður þegar handbolti.is sló á símann til...
- Auglýsing -

Elvar Örn skotfastastur í Þýskalandi – Bjarki Már lék lengst allra

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður MT Melsungen, var skotfastasti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á keppnistímabilinu sem lauk á sunnudaginn samkvæmt tölfræði deildarinnar en hvert einasta markaskot er mælt með viðurkenndum aðferðum með aðstoð tölvutækninnar. Elvar Örn lét sér ekki...

Ólafur kveður Montpellier

Ólafur Andrés Guðmundsson leikur ekki með franska liðinu Montpellier á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna sem kvaddi félagið eftir síðasta leik þess í frönsku 1. deildinni í síðustu viku sem fram fór á heimavelli. Hinir eru Marin Sego,...

Alveg sturlað að taka þátt í þessu

„Loksins, eftir þrjú ár tókst okkur að hafa betur í kapphlaupinu við Aalborg og vinna fyrsta meistaratitil GOG í fimmtán ár. Það var bara alveg sturlað,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn og nýkrýndur Danmerkurmeistari í handknattleik karla, Viktor Gísli Hallgrímsson, þegar handbolti.is...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -