Okkar fólk úti

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Góður sigur hjá Andreu

Andrea Jakobsen og samherjar hennar í Kristianstad unnu í kvöld VästeråsIrsta HF, 24:21, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Nú hefur þráðurinn verið tekinn upp af krafti í deildinni að loknu hléi vegna heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Andrea skoraði...

Ágústi Elí og félögum var snúið við á miðri leið

Rúta með landsliðsmarkverðinum Ágústi Elí Björgvinssyni og samherjum hans í danska úrvalsdeildarliðinu KIF Kolding var í dag snúið við á miðri leið þegar þeir voru á leiðinni í útileik við Nordsjælland sem átti að vera síðasti leikur liðanna á...

Molakaffi: Daníel Freyr, Aron Dagur, hætt við, Neagu, Kopljar

Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik og varði aðeins þrjú skot af þeim 12 sem komu á mark Guif gegn Malmö HK í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Malmö vann leikinn, 31:28, eftir að Guif var...
- Auglýsing -

Stoltur yfir að vera kominn í góðra manna hóp

„Þetta er nokkuð óraunverulegt og hefur ekki alveg síast inn ennþá,“ sagði nýkjörinn íþróttamaður ársins 2021, handknattleiksmaðurinn Ómari Ingi Magnússon, þegar handbolti.is náði stuttu tali af honum í gærkvöld eftir að Ómar Ingi hafði tekið við viðurkenningu sinni. Tíundi handboltamaðurinn Ómar...

„Gríðarlega mikilvægur sigur“

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ sagði landsliðskonan í handknattleik, Díana Dögg Magnúsdóttir, við handbolta.is eftir að lið hennar BSV Sachsen Zwickau vann HL Buchholz 08-Rosengarten, 25:24, í hörkuleik á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld en...

Ómar Ingi er íþróttamaður ársins 2021

Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2021. Hann er tíundi handboltamaðurinn frá upphafi kjörsins 1956 sem hlýtur nafnbótina. Í öðru sæti varð fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir og Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona,...
- Auglýsing -

Þórir kjörinn þjálfari ársins 2021

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna, var í kvöld kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en greint var frá niðurstöðu kjörsins fyrir stundum.    Þetta er í fyrsta sinn sem Þórir verður fyrir valinu en SÍ hafa...

Erlingur og félagar fögnuðu sigri í Gdansk

Eftir tap fyrir japanska landsliðinu í gær þá hrósuðu lærisveinar Erlings Richardssonar í hollenska landsliðinu sigri í dag á landsliði Túnis, 33:28, á fjögurra liða móti í Gdansk í Póllandi. Hollenska landsliðið var með sex marka forskot að loknum fyrri...

Handboltafólk kemur til greina í öllum flokkum

Kjöri Íþróttamanns ársins 2021 verður lýst í kvöld í þætti sem sendur verður út í beinni útsendingu á RÚV. Útsending þáttarins hefst klukkan 19.40. Að vanda eru það Samtök íþróttafréttamanna (SÍ), sem standa fyrir kjörinu sem farið hefur fram...
- Auglýsing -

Vinsælast 2021 – 3: Liðssöfnuður, hafnaði tilboði, eftirsóttir, markatalning, frá eyju til eyju

Handbolti.is heldur áfram að rifja upp og deila þeim greinum sem voru oftast lesnar vefnum á árinu 2021. Teknar voru saman 20 greinar sem féllu best í kramið af þeim ríflega 3.900 sem birst hafa á handbolta.is á árinu...

Molakaffi: Dagur, Erlingur, Litáar, Díana Dögg, Sveinn

Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn hollenska landsliðinu í vináttulandsleik á fjögurra liða móti í Gdansk í Póllandi í gær. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson er þjálfari hollenska landsliðsins. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16. Hollenska landsliðið...

Óðinn Þór fer til Sviss í sumar

Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við svissneska stórliðið Kadetten Schaffhausen. Samningurinn tekur gildi næsta sumar. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten sem er um þessar mundir í efsta sæti svissnesku A-deildairnnar og hefur ekki tapað leik....
- Auglýsing -

Vinsælast 2021 – 2: Allt vitlaust, óvissuferð, þjálfari flaug, mein, ömurlegt

Handbolti.is heldur áfram að rifja upp og deila þeim greinum sem voru oftast lesnar á árinu 2021. Teknar voru saman 20 greinar sem féllu best í kramið af þeim ríflega 3.900 sem birst hafa á handbolta.is á árinu sem...

Áfram er á brattann að sækja

Þótt Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, léti til sín taka í kvöld þá nægði það eitt og sér ekki til þess að Kolding krækti í stig er það mætti Frederica í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst og félagar máttu bíta í það...

Íslendingar sóttu sigur í Max Schmeling Halle

Íslendingaliðið MT Melsungen sótti tvö stig í greipar liðsmanna Füchse Berlín í Max Schmeling Halle í Berlín í kvöld í hörkuleik, 29:28, eftir að heimaliðið hafði verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15. Með sigrinum treysti Melsungen stöðu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -