Grill 66-deildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Stundum er þetta svona“

„Stundum er þetta svona,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis eftir eins marks tap í oddaleik fyrir Víkingi í Safamýri í dag, 23:22, eftir dramatískar lokasekúndur. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmark Víkings yfir endilangan völlinn á síðustu sekúndu eftir að...

Halldór Ingi tryggði Víkingi ótrúlega dramatískan sigur og sæti í Olísdeild

Víkingur tekur sæti í Olísdeild karla eftir hádramatískan sigur á Fjölni, 23:22, í oddaleik í Safamýri í dag. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Hann skoraði yfir allan leikvöllinn eftir að síðasta sókn Fjölnis gekk ekki...

Þrjú myndskeið: Eru reglurnar of flóknar í framkvæmd?

Tvö atvik hafa átt sér stað í síðustu tveimur leikjum Víkings og Fjölnis, þeim þriðja og fjórða, sem vakið hafa upp spurningar um þá reglu sem gildir þegar leikmenn eru stöðvaðir á síðustu sekúndum í jöfnum leikjum. Er reglan...
- Auglýsing -

Dagskráin: Flestra augu beinast að umspili karla og kvenna

Augu handknattleiksáhugafólks munu beinast að umspili Olísdeildar karla og kvenna í dag enda geta úrslit ráðist í þeim báðum. Víkingur og Fjölnir mætast í oddaleik í Safamýri klukkan 14 í umspili Olísdeildar karla. Úrslit fjórða leiksins réðust ekki fyrr...

Ævintýralegur áhugi fyrir oddaleiknum – miðarnir rjúka út – verður uppselt?

Gríðarleg eftirvænting eru fyrir oddaleik Víkings og Fjölnis í umspili Olísdeildar karla sem fram fer í Safamýri á morgun, sunnudag, klukkan 14. Stefnir í fullt hús ef framhaldið verður á þeirri miðasölu sem hefur verið síðustu klukkustundir. Þegar handbolti.is...

Framlengir samninginn meðan staðið er í ströngu

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR. Ásthildur kom til liðs við ÍR-inga í sumar frá Stjörnunni og skoraði 44 mörk í 16 leikjum í Grill66-deildinni í vetur. Ásthildur Bertha, sem leikur í stöðu hægri hornamanns,...
- Auglýsing -

Mrsulja verður ekki með Víkingi í oddaleiknum

Igor Mrsulja leikur ekki með Víkingi í oddaleiknum við Fjölni á sunnudaginn í umspili Olísdeildar karla í handknattleik. Mrsulja var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ. Eins og vant er með úrskurði aganefndar þá...

„Meiri handbolti, meira gaman“

„Svona leikir koma við og við. Eins og ég sagði við strákana fyrir leikinn í kvöld. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að við erum að djöflast í þessu öllu saman mánuðum saman. Það er eins gott að njóta...

Oddaleikur í umspili eftir tvær framlengingar, vítakeppni og bráðabana

Fjölnir og Víkingur mætast í oddaleik í umspili Olísdeildar karla í handknattleik á sunnudaginn klukkan 14. Það liggur fyrir eftir einn jafnasta og mest spennandi handboltaleik sem fram hefur farið á Íslandsmótinu í handknattleik frá upphafi í Dalhúsum í...
- Auglýsing -

Vorum í brekku frá fyrstu mínútum

„Leikurinn var brekka af okkar hálfu frá fyrstu mínútu,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari og leikmaður ÍR við handbolta.is í gærkvöld eftir fyrsta tap ÍR-liðsins í rimmunni við Selfoss í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á...

Hversu mikið langar okkur að ná markmiðinu?

„Í fyrstu tveimur leikjum var lið mitt taktlaust á sama tíma og ÍR-liðið lék frábærlega, það verður ekki af því tekið. Afleiðingarnar voru þær að við náðum okkur engan veginn á strik. Staða okkar í einvíginu var okkur öllum...

Dagskráin: Eyjamenn sækja FH-inga heim – fjórði leikur í umspili

Undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik hefjast í kvöld, tveimur vikum eftir að átta liða úrslitum lauk. FH og ÍBV ríða á vaðið með leik í Kaplakrika sem hefst klukkan 19. Hin rimma undanúrslita Olísdeildar karla hefst annað kvöld. Afturelding...
- Auglýsing -

Selfyssingar tóku hressilega við sér í rífandi stemningu á heimavelli

Lið Selfoss vaknaði hressilega til lífsins í kvöld í umspilskeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik, enda ekki seinna vænna eftir tvo tapleiki fyrir ÍR á upphafskafla úrslitakeppninnar. Fyrir framan nær fulla Sethöllina á Selfossi í frábærra stemningu sýndi Selfossliðið margar...

Dagskráin: Þriðja umferð úrslitakeppni kvenna – háspenna á Selfossi

Þriðja umferð undanúrslita úrslitakeppni Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld. Stjarnan sækir Val heim í Origohöllina klukkan 18 og klukkan 19.40 verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þar mætast deildarmeistarar ÍBV og Haukar. Staðan í báðum rimmum er...

Hildur heldur áfram hjá ÍR

Hildur Øder Einarsdóttir, markvörður hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hildur, sem kom til ÍR frá Stjörnunni, hefur reynst liðinu afar mikilvæg og verið einn allra besti markvörður Grill66-deildarinnar í vetur. Einnig hefur hún farið á kostum með...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -