Útlönd

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Mørk skoraði 13 mörk í stórleiknum í Esbjerg

Meistaradeild kvenna í handknattleik rúllaði af stað um helgina með átta leikjum. Ríkjandi meistarar í Vipers Kristiansand fóru vel af stað og vann franska liðið Brest örugglega á heimavelli 31-24. Stærstu tíðindi helgarinnar voru líklega þau að Bietigheim vann...

Meistaradeild: Stórmeistaraslagur í Esbjerg

Fyrstu umferðinni í Meistaradeild kvenna  í handknattleik lýkur í dag með fjórum leikjum. Í A-riðli eigast við Banik Most og Bietigheim á heimavelli tékkneska liðsins og CSM Búkaresti tekur á móti slóvenska liðinu Krim.  Það verður stórleikur á dagskrá...

Meistaradeildin: Stórleikur strax í upphafi

Fyrsta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina. Eins og undanfarin ár eru átta leikir á dagskrá í hverri umferð. Fjórir leikir fara fram í dag þar sem að meðal annars mætast Evrópumeistarar tveggja síðustu ára, Vipers...
- Auglýsing -

Molakaffi: Ómar Ingi, Tryggvi, Tumi Steinn, Blagotinsek, Krumbholz

Ómar Ingi Magnússon var valinn í lið 2. umferðar þýsku 1. deildarinnar í gær. Annarri umferð lauk í fyrrakvöld en þá marði SC Magdeburg nýliða Gummersbach með tveggja marka mun, 30:28 í Schwalbe-Arena, heimavelli Gummersbach. Ómar Ingi skoraði átta...

Meistaradeild: Tveir nýliðar, fimm fyrrverandi meistarar og 11 lönd

Fyrsta umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna fer fram á morgun og á sunnudaginn. Mikið um dýrðir á þessari leiktíð enda fagnar Meistaradeildin þrjátíu ára afmæli. Ákveðið var að taka saman nokkra athyglisverðar staðreyndir að þessu tilefni. 0 (ekkert) lið...

Molakaffi: Haraldur, Orri Freyr, Veigar Snær, æfingar á Dalvík, Borozan, Kühn

Haraldur Bolli Heimisson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Haraldur Bolli er tvítugur línumaður sem fékk eldskírn sína með meistaraflokksliði KA á síðasta keppnistímabili.  Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Elverum þegar liðið tapaði fyrir...
- Auglýsing -

Fjórir Íslendingar eru á topp 100 listanum

Fréttamiðillinn Handball-Planet tekur árlega saman lista yfir 100 verðmætustu eða áhugaverðustu félagaskiptin á leikmannamarkaði handknattleikskarla í Evrópu. Að vanda svikust starfsmenn fréttamiðilsins ekki um að taka saman lista vegna tímabilsins sem er að hefjast. Var hann birtur í morgun....

Molakaffi: Ólafur Andrés, Aðalsteinn, Jóhanna Margrét, Pera, Vasile

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir GC Amicitia Zürich þegar liðið vann öruggan sigur á HSC Kreuzlingen, 33:24, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Ólafur kom mikið við sögu í leiknum og lét einnig...

Ellefsen hefur samið við Kiel til fjögurra ára

Staðfest hefur verið að færeyski handknattleiksmaðurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu hefur samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Kiel segir frá þessu í morgun og að samningur hans við félagið sé til fjögurra ára, fram...
- Auglýsing -

Úkraínsku meistararnir komnir af stað í Þýskalandi

Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporízjzja leikur í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla á keppnistímabilinu sem hófst í dag. Stjórn þýsku deildarkeppninnar samþykkti í sumar að aðstoða félagið í ljósi ástandsins sem ríkir í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið...

Myndskeið: Upphafsleikur EM 2024 með 50 þúsund áhorfendum

Þjóðverjar ætla tjalda öllu til þegar þeir verða gestgjafar Evrópumótsins í handknattleik karla í janúar árið 2024. Þeir lofa besta móti sem haldið hefur verið til þessa í glæsilegum fullum keppnishöllum með rífandi góðri stemningu. Þegar Þjóðverjar kynntu áform sín...

Molakaffi: Ólafur Örn, mjög óvænt, Sarmiento, Hansen, ósigrandi Egyptar, Barcelona

Ólafur Örn Ólafsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari yngri flokka (3., 4. og 5. flokka) Stjörnunnar í handknattleik. „Ólafur hefur starfað sem einkaþjálfari síðan 2006 og hefur komið víða við á sínum ferli, allt frá íþróttaskóla Latabæjar til Crossfit í...
- Auglýsing -

Molakaffi: Valur, Selfoss, Arnór, Aron, GOG, Grétar Ari, Lazarov, Smeets

Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar.  Dönsku...

Annað af tveimur ungstirnum Færeyinga sagt á leið til Kiel

Samkvæmt frétt á vefútgáfu sænska Aftonbladet hefur annar af tveimur efnilegustu handknattleiksmönnum Færeyinga um þessar mundir, Elias Ellefsen á Skipagøtu, samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Ellefsen er samningsbundinn Sävehof í Svíþjóð fram á...

Molakaffi: Sigvaldi, Oddur, Daníel, Grétar, Gísli, Ómar, Petrus, Bomastar, Kristensen, Bjarki

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -