- Auglýsing -
- Auglýsing -

A-landslið kvenna

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Samantekt frá sigurleiknum í Þórshöfn – næstu leikir

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann það færeyska, 28:23, í annarri umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Þórshöfn í gær. Eftir tvær umferðir í undankeppninni hefur íslenska liðið unnið sér inn fjögur stig, og stendur vel að vígi þegar...

Baráttuviljinn skein af öllum

„Við sýndum ótrúlega sterkan karakter í síðari hálfleik,“ sagði Sandra Erlingsdóttir sem stýrði sóknarleik íslenska landsliðsins í handknattleik af miklum myndugleika í sigrinum á Færeyingum í Þórshöfn í dag, 28:23, en leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið...

Síðari hálfleikur var frábær hjá okkur

„Okkur tókst að gefa vel í þegar síðari hálfleikur hófst eftir að hafa dregið okkur inn í skel á kafla í fyrri hálfleik. Þó undirbúningur sé góður fyrir leikinn þá getur verið erfitt að koma inn í mikilvæga leiki...
- Auglýsing -

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan í riðlunum

Annarri umferð af sex í undankeppni EM kvenna í handknattleik 2024 lauk í dag með átta leikjum. Hér fyrir neðan eru úrslit leikjanna í fyrstu og annarri umferð ásamt stöðunni í hverjum riðli.Þráðurinn verður tekinn upp í lok febrúar...

Fann fyrir gæsahúð þegar þjóðsöngurinn var sunginn

Elín Jóna Þorsteinsdóttir var með nærri 40% markvörslu og fór svo sannarlega hamförum í marki íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Færeyingum í undankeppni EM í handknattleik kvenna í Þórshöfn í dag, 28:23. „Mér fannst leikurinn meira og minna ganga eftir...

Rosalega ánægður með sigurinn

„Síðari hálfleikur var brilljant hjá okkur. Reyndar fórum aðeins úr þeim áherslum sem við viljum vinna eftir og gáfum fyrir vikið ákveðin færi á okkur. Það gekk upp í dag og við megum vera þakklát fyrir þennan sigur. Frammistaðan...
- Auglýsing -

Frábær síðari hálfleikur skóp sigur í Høllinni á Hálsi

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann afar mikilvægan sigur á færyska landsliðinu í annarri umferð 7. riðils undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna í Høllinni á Hálsi í Þórshöfn, 28:23, eftir að hafa verið marki undir eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik,...

Ein breyting fyrir leikinn við Færeyjar – Þórey Anna mætir til leiks

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðinu sem mætir Færeyingum í dag í undankeppni Evrópumótsins frá leiknum við Lúxemborg á miðvikudagskvöld á Ásvöllum. Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals kemur inn í liðið í stað...

Eigum að vinna leikinn

„Þetta er tölvuvert sterkara lið en það sem við lékum við á miðvikdaginn. Hinsvegar erum við betri en Færeyingar og eigum klárlega að vinna leikinn. Ef við leikum almennilega þá eigum við ekki að hafa of miklar áhyggjur af...
- Auglýsing -

Kvennakastið: Beint frá Þórshöfn

Sjötti þáttur Kvennkastsins, hlaðvarp, er kominn í loftið beint frá Færeyjum og fóru Jói og Gunnar Valur yfir landsleikinn sem fram fer í dag hjá stelpunum okkar og mátu möguleika Íslands á sigri. Þeir fóru einnig yfir liðin og...

Maður á mann og kröftugar fintur

„Við erum spenntar að mæta þeim og reiknum með hörkuleik. Þekkjum ágætlega til þeirra eftir að hafa leikið tvo æfingaleiki við þær úti fyrir ári síðan og skoðað upptökur með síðasta leik þeirra sem var við Svía á fimmtudaginn,"...

Allt öðruvísi leikur en gegn Lúxemborg

„Við erum á leiðinni í allt öðruvísi leik gegn Færeyingum en á móti Lúxemborg á miðvikudaginn. Nú verður um mjög krefjandi leik að ræða fyrir okkur," segir Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega...
- Auglýsing -

Erum að fara í hörkuleik á morgun

„Við erum að fara í hörkuleik á morgun. Ég geri ekki ráð fyrir öðru,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn síðdegis en á morgun...

Komnar til Þórshafnar – 18 leikmenn með í för

Kvennalandsliðið í handknattleik er komið til Þórshafnar í Færeyjum þar sem liðið mætir færeyska landsliðinu í 2. umferð undankeppni Evrópumótsins í Höllinni á Hálsi á morgun klukkan 14. Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir hádegið í morgun með leiguflugvél...

Færeyingar fengu skell í Uppsölum

Svíar unnu stórsigur á færeyska landsliðinu í 7. riðli undankeppni EM kvenna í handknattleik í dag, 37:20, en lið þjóðanna eru með íslenska landsliðinu í riðli auk landsliðs Lúxemborgar. Leikið var í Uppsölum í Svíþjóð. Íslenska landsliðið mætir færeyska...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -